Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-696
Útgáfudagur:05/05/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E02 Almenn þjónusta og ábendingar - Ábendingar


E02.41 Miðbær
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á miðbæjarsvæði.

Vinnureglur um notkun:
Merki þetta má nota til að vísa á þjónustukjarna þéttbýla.

E02.45 Iðnaðarsvæði
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á iðnaðarsvæði.

E02.46 Orlofshúsahverfi
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á þyrpingu orlofshúsa samtaka eða einstaklinga. Húsin eru almennt ekki boðin ferðafólki til leigu.

E02.48 Viti
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á aðkomuleið að vita.

E02.59 Athyglisverður staður innanhúss
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað þar sem ástæða þykir til að benda vegfarendum á athyglisverða staði sem er að finna innanhúss og eru opnir almenningi, aðra en þá sem eru merktir með sérstöku tákni.

E02.61 Athyglisverður staður
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað þar sem ástæða þykir til að benda vegfarendum á athyglisverða staði, aðra en þá sem eru merktir með sérstöku tákni.

Vinnureglur um notkun:
Athyglisverðir staður er t.a.m. fornminjar, söfn, náttúrufyrirbæri og annað sem ástæða er til að vekja athygli ferðamanna á sérstaklega.
Merkið er oft notað á rauðum staðarvísi F04.11 en einnig á upplýsingatöflum og staðarvísum.

Dæmi um notkun merkisins á staðarvísi F12.11.

E02.62 Gönguleið
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á upphaf gönguleiðar.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Mælt er með að takmarka notkun merkisins við leiðir sem eru merktar í landinu, það er varðaðar eða stikaðar leiðir.

E02.63 Áningarstaður
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stærri áningarstað þar sem eru bifreiðastæði, borð og bekkir.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta má nota til að vísa á alla áningarstaði.

Æskilegt er að hefja vegvísun að áningarstað á undirmerki J10.11 a.m.k. 500 m fyrir framan áningarstað.

Leitast skal við að merkja áningarstaði sem eru innan við 1 km frá vegi sem vísað er frá með undirmerki J10.11 og tilheyrandi vísunarmerki J12 .

Þar sem ekið er út af vegi að áningarstað skal merkið staðsett sömu megin og áningarstaðurinn.


E02.81 Útvarp
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er sett upp þar sem ökumenn ættu að skipta um bylgjulengd á FM-útvarpsviðtæki.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta sýnir á hvaða bylgjulengd viðkomandi útvarpsstöð heyrist best á því svæði sem framundan er.