Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-651
Útgáfudagur:03/30/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E05 Gisting og áning

E05.11 Hótel, gistiheimili
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á gististað þar sem boðið er upp á uppbúin rúm í herbergjum.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið má nota til að vísa á hótel eða gistiheimili þar sem boðið er upp á uppbúin rúm í herbergjum.

E05.12 Svefnpokapláss
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á gistingu í svefnpokaplássi.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið má nota til að vísa á stað þar sem boðið er upp á gistingu í svefnpokaplássi.

E05.31 Farfuglaheimili
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á gististað sem rekinn er af félögum Farfugla.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið má nota til að vísa á gistihús sem eru aðilar að alþjóðlegum samtökum um farfuglaheimili (International Hostel Federation).

E05.41 Sumarhús til leigu
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á sumarhús til leigu.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið má nota til að vísa á sumarhús sem eru til leigu og ætluð öllum vegfarendum til afnota.

E05.51 Sæluhús
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á sæluhús ferðafélaga þar sem að öllu jöfnu er krafist greiðslu fyrir notkun.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið má nota til að vísa á sæluhús ferðafélaga.

E05.61 Tjaldsvæði
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað við viðurkennd tjaldsvæði.

E05.62 Hjólhýsasvæði
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað við viðurkennd hjólhýsasvæði.