Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:12/15/2006
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E03 Bifreiðaþjónusta


E03.11 Bensínstöð
Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Merki þetta vísar á afgreiðslustað eldsneytis.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið skal einnig nota þar sem meira en 60 km eru í næsta afgreiðslustað eldsneytis.
Lengd að bensínstöð skal þá gefin upp á undirmerki J10.11 .

Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Heimilt er að merkja afgreiðslustaði eldsneytis með sambærilegum hætti og á neðangreindri mynd.


Nánar: Sjá kort af bensínstöðvum á vefjum olíufélaganna

E03.21 Bifreiðaverkstæði
Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Merki þetta vísar á bifreiðaverkstæði.

Vinnureglur um notkun:
Gert er ráð fyrir að verkstæðið veiti þjónustu alla virka daga.

E03.31 Hjólbarðaverkstæði
Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Merki þetta vísar á stað þar sem gert er við hjólbarða.

E03.41 Bílaleiga
Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
Merki þetta vísar á bílaleigu.