Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:2013
Útgáfudagur:07/11/2013
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E08 Sérstakir staðir og þjónusta - Þjónusta


E08.21 Banki
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á banka.

E08.22 Hraðbanki
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á hraðbanka.

E08.31 Pósthús
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á pósthús.

E08.41 Ferðamannaverslun
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á verslun þar sem boðið er upp á matvörur og aðrar ferðavörur.

E08.42 Kjörbúð
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á matvöruverslun þar sem boðið er upp á allar almennar neysluvörur.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Gert er ráð fyrir að rekstraraðili veiti þjónustu á venjulegum opnunartíma verslana.

E08.43 Bakarí
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á bakarí.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Gert er ráð fyrir að rekstraraðili veiti þjónustu á venjulegum opnunartíma bakaría

E08.44 Söluskáli
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á söluskála þar sem boðið er upp á sælgæti, gosdrykki og annað þess háttar.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Gert er ráð fyrir að rekstraraðili söluskála veiti þjónustu á venjulegum opnunartíma söluskála.

E08.61 Hundahótel
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem hundar eru teknir í gæslu.

E08.65 Dýralæknir
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á dýraspítala eða stofu dýralæknis.

E08.71 Barnaleikvöllur
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á leikvöll barna eða afgirt leiksvæði.