Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-648
Útgáfudagur:03/30/2011
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E01 Neyðarþjónusta

E01.11/12 Slysahjálp / Heilsugæsla
E01.11 Slysahjálp
E01.12 Heilsugæsla
Reglugerð um umferðarmerki:
E01.11 Merki þetta er notað til að gefa til kynna stað þar sem slysahjálp er veitt.
E01.12 Merki þetta er notað til að vísa á heilsugæslustöð sem aðeins er opin hluta sólarhrings á virkum dögum.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið E01.11 vísar á sjúkrahús og heilsugæslustöðvar sem veitir þjónustu allan sólarhringinn.
Merkið E01.12 vísar á heilsugæslu sem er aðeins opinn hluta sólarhrings á virkum dögum.

E01.21 Lögregla
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að vísa á lögreglustöð.
E01.31 Lyfjaverslun
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að vísa á lyfjaverslun

E01.41/51 Neyðarskýli/sími
E01.41 Neyðarskýli
E01.51 Neyðarsími
eða talstöð
Reglugerð um umferðarmerki:
E01.41 Merki þetta vísar á neyðarskýli. Notkun skýlisins er ekki leyfileg nema í neyðartilvikum.
E01.51 Merki þetta vísar á neyðarsíma eða neyðartalstöð. Notkun símans eða talstöðvarinnar er ekki leyfileg nema í neyðartilvikum.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Neyðarskýli eru gjarnan sett upp þar sem langt er í byggð.

Tenging á mynd af neyðarskýlum Slysavarnarfélagsins - Landsbjargar

E01.61 Slökkvitæki
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á slökkvitæki. Notkun tækisins er ekki leyfileg nema í neyðartilvikum.