Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:2019
Útgáfudagur:07/11/2013
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E08 Sérstakir staðir og þjónusta - Sérstakir staðir

E08.11 Kirkja
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á kirkju.

E08.12 Kirkjugarður
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á kirkjugarð.

E08.45 Handverk
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem handverk er til sölu.

E08.46 Gróðurhús
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á gróðurhús þar sem afurðir eru til sölu.

E08.47 Ísbúð
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á sölustað þar sem boðið er upp á ís sem er framleiddur eða gerður í ísvél á staðnum.

E08.58 Ferðamannafjós
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á býli þar sem gestum gefst kostur á að skoða kýr í fjósi.

E08.81 Tónlistarflutningur
Reglugerð um umferðarmerki:
Merkið vísar á stað þar sem vísað er á tónlistarhátíð eða þar sem tónlistarflutningur fer fram.

Vinnureglur um notkun:
Merkið skal nota fyrir neðan staðarvísi F12.11 og upplýsingar um tíma viðkomandi atburðar komi fram á sérstöku undirmerki.

Merkin skulu tekin niður að tónlistarflutningi loknum.
Dæmi um notkun merkisins.