Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-697
Útgáfudagur:05/05/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E02 Almenn þjónusta og ábendingar - Útsýni

E02.64 Útsýni
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þaðan sem útsýni er gott.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta má nota til að vísa á góðan útsýnisstað. Merkið skal aðeins setja upp þar sem útskot er á vegi eða þar sem vegur liggur að útsýnisstað.

E02.65 Útsýni með hringsjá
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem er hringsjá og gott útsýni.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta má nota til að vísa á góðan útsýnisstað með hringsjá. Merkið skal aðeins setja upp þar sem útskot er á vegi eða þar sem vegur liggur að útsýnisstað.

E02.66 Fuglaskoðun
Reglugerð um umferðarmerki::
Merki þetta vísar á stað sem er hentugur til að skoða fugla.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið skal aðeins setja upp þar sem útskot er á vegi eða þar sem vegur liggur að útsýnisstað.
Nota skal eftirfarandi bráðabirgðamerki til að vara við fuglum á vegi.

E02.67 Selalátur
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem útsýni er yfir selalátur.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið skal aðeins setja upp þar sem útskot er á vegi eða þar sem vegur liggur að útsýnisstað.