Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:12014
Útgáfudagur:06/09/2015
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E09 Flutningaþjónusta


Ferja til hægri
Ferja til vinstri
E09.11 Bílferja
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á bílferju. Þar sem ástæða þykir til að taka fram brottfarartíma, skal það gert með upplýsingatöflu.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið er notað til að vísa á ferju í áætlunarsiglingum. Brottfarartíma má taka fram með merkinu F21.11.
Æskilegt er að láta ferjuna snúa í stefnu að ferjuhöfn.

Merkið má nota á vegvísa og leiðamerki F03.xx - F11.xx

E09.12 Bátsferðir
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem eru bátar sem veita ferðamönnum þjónustu.

E09.15 Vöruhöfn
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á hafnarsvæði fyrir vöruflutninga.

E09.16 Fiskihöfn
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á hafnarsvæði þar sem fiskiskip landa afla sínum.

E09.21
Til hægri
E09.22
Til vinstri
E09.23
Áfram
E09.2x Flugvöllur fyrir áætlunarflug
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á leið að flugvelli. Æskilegt er að láta flugvélina snúa í stefnu á flugvöllinn. Númer eru eftirtalin:
E09.21 Flugvél stefnir til hægri.
E09.22 Flugvél stefnir til vinstri (sjá mynd).
E09.23 Flugvél stefnir beint upp.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið má nota til að vísa á leið að flugvelli. Afstaða flugvallar gagnvart vegi skal höfð til viðmiðunar við val á merki.
Merkið má nota á vegvísa og leiðamerki F03.xx - F11.xx

E09.31
E09.31 Flugbraut
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á flugbraut fyrir smærri flugvélar.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið má nota til að vísa á flugbraut fyrir smærri flugvélar.