Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-434
Útgáfudagur:11/17/2010
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A11.22 Gangbraut framundan

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota til að vara við því að gangbraut sé framundan, enda sé vegsýn takmörkuð eða umferð að jafnaði hröð. Æskilegt er að undirmerki J01.11 sé notað með þessu merki.

Vinnureglur um notkun:
Merkið má nota til að vara við því að merkt gangbraut án umferðarljósa sé framundan.

Utan þéttbýlis skal merkið sett upp 150 -250 m áður en komið er að gangbraut ásamt undirmerki J01.11 .

Innan þéttbýlis skal merkið sett upp 50-100 m frá gangbraut.