Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-019
Útgáfudagur:01/30/2007
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
Hringtorg Reglur um merkingu hringtorga

Yfirlit merkja


Merkingar á hringtorgum utan þéttbýlis
  • Á móti aðliggjandi akbraut skal vera þverslá K20.21 (hæð 50 sm) ásamt tveimur merkjum C01.11. Æskilegt er að merkin séu upplýst.
  • Við akbraut að hringtorgi í hægra horni 2 - 6 m frá hringtorgi skulu vera merkin A06.11 og C12.11
  • Á enda umferðareyju sem aðskilur akbrautir að og frá hringtorgi skulu vera merkin C09.11 og K12.12. Merkin skulu vera upplýst.
  • Merkin A10.11 og J01.11 skulu vera á hægri kanti aðliggjandi akreinar 150 - 200 m frá hringtorgi.
  • Merkið F09.51 skal vera á hægri kanti aðliggjandi akreinar 300 - 400 m frá hringtorgi.
Skýringarmynd af merkingum á hringtorgum utan þéttbýlis
Málsetning merkja

Merkingar á hringtorgum innan þéttbýlis
  • Á móti aðliggjandi akbraut skal vera merkið C01.11
  • Við akbraut að hringtorgi í hægra horni 2 - 6 m frá hringtorgi skulu vera merkin A06.11 og C12.11
  • Á enda umferðareyju sem aðskilur akbrautir að og frá hringtortgi skal setja vera merkin C09.11 og að auki má setja K12.12
  • Merkin A10.11 og J01.11 má setja á hægri kant aðliggjandi akreinar 150 - 200 m frá hringtorgi
Heimilt er að merkja hringtorg innan þéttbýlis á sama hátt og í dreifbýli.

Skýringarmynd af merkingum á hringtorgum innan þéttbýlis