Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-435
Útgáfudagur:11/17/2010
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A11.31 Reiðmenn

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota til að vara við því að reiðvegur þveri veg og þar sem sérstök ástæða er til að vara við umferð reiðmanna.

Vinnureglur um notkun:
Merkið má nota þar sem sjónlengd að þverun reiðvegar / umferð reiðmanna er minni en í sjónlengdartöflu og þar sem umferð er að jafnaði hröð, 80 km/klst eða meira.

Lengd að þverun reiðvegar skal gefin upp á undirmerki J01.11 .
Þar sem reiðvegur liggur það nærri vegi að umferð gæti valdið hættu fyrir reiðmenn skal nota merkið ásamt undirmerki J02.11 .