Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-381
Útgáfudagur:02/14/2014
Útgáfa:5.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
D D01 Sérstök bifreiðastæði

D01.21 Bifreiðastæði fyrir fatlaða

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu er ætlað fötluðum. Einnig er heimilt að nota merki D01.11 með undirmerki J11.11 .

D01.22 Bifreiðastæði fyrir fatlaða með skráningarmerki bifreiðar

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu er ætlað fötluðum einstaklingi. Til áréttingar er skráningarmerki bifreiðar tilgreint.

D01.31 Bifreiðastæði fyrir hópbifreiðir

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð hópbifreiðum.

D01.32 Bifreiðastæði fyrir vörubifreiðir

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð vörubifreiðum.

D01.33 Bifreiðastæði fyrir fólksbifreiðir

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð fólksbifreiðum.

D01.34 Bifreiðastæði með rafhleðslu

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum sem þurfa rafhleðslu.

D01.35 Bifreiðastæði fyrir húsbíla

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna bifeiðastæði sem eingöngu eru ætluð húsbílum.

D01.37 Bifreiðastæði fyrir sjúkrabifreiðar

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð sjúkrabifreiðum.

D01.41 Stæði fyrir reiðhjól

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna stæði sem eingöngu eru ætluð reiðhjólum.

D01.42 Stæði fyrir mótorhjól

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að sýna stæði sem eingöngu eru ætluð mótorhjólum.