Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-416
Útgáfudagur:10/19/2010
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A01.21-22 Hættulegar beygjur

A01.21 Hættulegar beygjur, sú fyrsta til hægri
A01.22 Hættulegar beygjur, sú fyrsta til vinstri

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þessi ber að nota fyrir framan vegarkafla þar sem tvær eða fleiri hættulegar beygjur eru, hvor eða hver nálægt annarri. Ef beygjur eru fleiri en tvær skal tilgreina lengd hins hættulega vegarkafla á undirmerki J02.11 .

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Hámarkslengd slíkra kafla má vera allt að 1,5 km og á fáförnum vegum, árdagsumferð (ÁDU) minni en 50 bílar á sólarhring, allt að 3 km. Ekki er nauðsynlegt að setja merki báðum megin við vegkafla, þó aðstæður krefji merkis öðru megin.

Hættuleg beygja er t.d. þar sem:
  • beygjuradíus miðað við umferðarhraða er minni en í töflu um radíus beygju.
  • sjónlengd að beygju er minni en í sjónlengdartöflu
  • beygjan kemur á eftir löngum beinum kafla

Sýnilegar beygjur:
Merkin skal staðsetja um 50-100 metrum áður en fyrsta beygjan hefst.

Beygjur sem eru ekki sýnilegar:
Merkin skal staðsetja um 200-300 metrum áður en fyrsta beygjan hefst.

Tafla um lágmarks radíus beygju

Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Innan þéttbýlis skal einungis nota þessi merki í undantekningartilfellum.