Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-020
Útgáfudagur:03/14/2007
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
6 3.2 Sjónlengdir

Skilgreiningar:
Sjónlengd er sú vegalengd sem ökumaður sér fram fyrir sig á veginum.

Stöðvunarsjónlengd þarf að vera jöfn eða meiri en stöðvunarvegalengd.
Stöðvunarvegalengd verður til úr vegalengd sem ökutæki fer á viðbragðstíma ökumanns og við hemlun

Mætisjónlengd þarf að vera jöfn eða meiri en mætivegalengd.
Mætivegalengd er skilgreind sem tvöföld stöðvunarvegalengd og 10 m að auki.

Framúraksturssjónlengd er skilgreind sem sú vegalengd sem þarf til framúraksturs.
Framúraksturlengd er ekin vegalengd þess ökutækis sem fer fram úr og ekin vegalengd ökutækis sem á móti kemur á sama tíma auk öryggisvegalengdar á milli ökutækjanna þegar framúrakstri er lokið.

Með sjónlengd er átt við raunsjónlengd.

Sjónlengdir sem eru notaðar vegna vegmálunar [ metrar ]
Leyfður umferðarhraði
km/klst
40
50
60
70
80
90
100
120
Stöðvunarsjónlengd
35
50
68
87
119
147
178
255
Mætisjónlengd
80
110
146
184
248
304
366
520
Framúraksturssjónlengd
200
300
300
400
400
450
450
550