Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-657
Útgáfudagur:03/30/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
B B33.41 Banni við framúrakstri vörubifreiða lokið

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta ber að nota þegar banni við framúrakstri lýkur. Ef bannsvæði er stutt má í stað þessa merkis nota merkið B33.21 með undirmerki J02.11 .

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta ber að nota þar sem banni við framúrakstri vörubifreiða lýkur og í beinu framhaldi af B33.21 til að sýna, að banni við framúrakstri sé lokið. Ekki þarf að setja það upp ef bannvegalengd er minni en 500 m, enda standi J02.11 með B33.21 við upphaf kaflans.