Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-418
Útgáfudagur:10/19/2010
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A05.11 Hættuleg vegamót


Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota þar sem nauðsynlegt þykir áður en komið er að vegamótum þar sem umferð frá hægri hefur forgang, enda sé vegsýn slæm eða aðrar ástæður mæli sérstaklega með notkun merkisins. Ekki skal nota merkið í þéttbýli nema sérstakar ástæður mæli með því.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið má nota við öll hættuleg vegamót.
Merkið skal að jafnaði vera 200 m frá vegamótum ásamt undirmerki J01.11 .
Þar sem sjónlengd að vegamótum er minni en í sjónlengdartöflu skal að auki nota annað A05.11 ásamt undirmerki J01.11 500 m frá vegamótum.

Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Innan þéttbýlis skal einungis nota merkið í undantekningartilfellum.