Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-686
Útgáfudagur:05/04/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
B B30. Beygja bönnuð

B30.11 Hægri beygja bönnuð
B30.12 Vinstri beygja bönnuð
B30.21 U-beygja bönnuð

Reglugerð um umferðarmerki:
B30.11 Merki þetta má nota við vegamót þar sem hægri beygja er bönnuð.
B30.12 Merki þetta má nota við vegamót þar sem vinstri beygja er bönnuð. Merkið felur einnig í sér að bannað er að snúa ökutæki við á vegi.
B30.21 Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að snúa ökutæki við á vegi. Merki sem er sett við vegamót táknar að bannað sé að snúa ökutæki við á þeim vegamótum. Ella táknar merkið að bannað sé að snúa ökutæki við fram að næstu vegamótum nema annað komi fram á undirmerki J02.11 .

Vinnureglur um notkun:
Að jafnaði skal setja merkin upp við þann stað sem bannið gildir fyrir en ef betra er vegna aðstæðna að staðsetja merki nokkru framan við vegamótin gildir merkið fram að næstu vegamótum nema annað komi fram á undirmerki.
Heimilt er að nota merkin C01.13 C01.31 og C01.32 í stað merkjanna B30.12 eða B30.11 ef það er talið æskilegra.

Sjá nánar um notkun merkjanna á eftirtöldum skýringarmyndum:
Skýringarmyndir af merkingum gatnamóta einstefnuvega

Dæmi um notkun B30.12.