Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-760
Útgáfudagur:11/22/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
J J32 Fjallvegir

J32.11 Seinfarinn vegur

J32.11 Seinfarinn vegur

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem ekið er inn á leið sem er fær góðum fólksbifreiðum en mjög seinfarin. Leiðin getur verið gróf og brött en vötn eru lítil.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta er einungis notað með merki A99.11 þar sem ekið er inn á seinfarinn veg, sem þó er fær öllum bifreiðum, þ.e. vegtegund F1. Nánar um vegtegundir.

J32.21 Illfær (lakfær) vegur

J32.21 Illfær vegur

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem ekið er inn á leið sem er fær torfærubifreiðum (jeppum), þ.e. bifreiðum sem eru hærri en fólksbifreiðir almennt og með fjórhjóladrifi. Ár eru með sæmilegum vöðum en á leiðinni geta verið blautir eða grýttir kaflar og klungur.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta er einungis notað með merki A99.11 þar sem ekið er inn á illfæran veg, þ.e. vegtegund F2. Nánar um vegtegundir.

J32.31 Torleiði

J32.31 Torleiði

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem ekið er inn á leið sem er aðeins fær sérútbúnum torfærubifreiðum (jeppum og fjallabílum). Á leiðinni geta verið mjög brattar brekkur, snjóskaflar eða ár sem tæplega eru færar bifreiðum.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta er einungis notað með merki A99.11 þar sem ekið er inn á torleiði, þ.e. vegtegund F3. Nánar um vegtegundir.