Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-415
Útgáfudagur:02/29/2024
Útgáfa:6.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
100 100 Hættuleg beygja


100.1


100.2
100 Hættuleg beygja.

Merki þetta gefur til kynna að framundan sé stök beygja sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er takmörkuð. Merkið tekur breytingum í samræmi við stefnu beygjunnar.


102.1


102.2
102 Hættulegar beygjur.

Merki þetta gefur til kynna að framundan sé vegarkafli með tveimur eða fleiri hættulegum beygjum. Merkið tekur breytingum í samræmi við stefnu fyrstu beygju.



Eldri útgáfa


A01.11 Hættuleg beygja til hægri

A01.12 Hættuleg beygja til vinstri

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þessi ber að nota fyrir framan einstaka beygju sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er stutt.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Hættuleg beygja er t.d. þar sem:
  • beygjuradíus miðað við umferðarhraða er minni en í töflu um radíus beygju.
  • sjónlengd að beygju er minni en í sjónlengdartöflu
  • beygjan kemur á eftir löngum beinum kafla

Sýnilegar beygjur:
Merkin skal staðsetja um 50-100 metrum áður en beygjan hefst.

Beygjur sem eru ekki sýnilegar:
Merki skal staðsetja þar sem beygjan hefst. Að auki skal nota annað merki 200-300 metrum framar auk undirmerkis J01.11 .

Tafla um lágmarks radíus beygju

Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Innan þéttbýlis skal einungis nota þessi merki í undantekningartilfellum.