Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-429
Útgáfudagur:11/17/2010
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A11.21 Umferð gangandi

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota til að vara við því að framundan sé svæði þar sem búast má við umferð gangandi vegfarenda, einkum utan þéttbýlis, enda sé vegsýn takmörkuð eða umferð að jafnaði hröð.

Vinnureglur um notkun:
Merkið má nota þar sem sjónlengd að umferð gangandi er minni en í sjónlengdartöflu og þar sem umferð er að jafnaði hröð, 80 km/klst eða meira.
Merkið má m.a. nota þar sem vegur liggur um bæjarhlað.

Lengd svæðis skal merkja með undirmerki J02.11 .

Ef svæðið er við heimili blindra (J15.11 ) eða heyrnarlausra (J15.21 )skal auðkenna það með viðkomandi undirmerkjum.