Fréttir

Umferð á Kringumýrarbraut í september 2021. Mynd: Bjarki Jóhannsson

26. september 2022 : Kynningarfundur fyrir verktakafyrirtæki

Vegagerðin stendur fyrir kynningarfundi fyrir verktakafyrirtæki miðvikudaginn 28. september kl. 9.00 til 10.15, í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Þar verða kynntar þær samgönguframkvæmdir sem framundan eru á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir verktakar eru velkomnir á fundinn.
Um 775 m.kr. var varið til sértækra aðgerða í umferðaröryggismálum árið 2021.

20. september 2022 : 760 milljónum króna varið til sértækra umferðaröryggisaðgerða

Ársskýrsla 2021 um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar er komin á vefinn. Þar er að finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar um sértækar aðgerðir sem snúa meðal annars að sjálfvirku hraðaeftirliti, kynningum og fræðslu til almennings og eyðingu svartbletta, umhverfi vega og uppsetningu vegriða. Þessar aðgerðir eiga að leiða til fækkunar slysa og lækkunar kostnaðar samfélagsins af umferðarslysum.

Mynd 1. Fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa í Evrópu 2017-2021. Ísland í 8. sæti.  Tölurnar eru teknar saman af CARE sem er samevrópskur umferðarslysagagnagrunnur.

19. september 2022 : Ísland í áttunda neðsta sæti yfir fjölda látinna í umferðinni

Meðal markmiða stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2034 er að Ísland verði í hópi fimm bestu Evrópuþjóða hvað varðar fjölda látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. Síðustu fjögur ár hefur Ísland verið í tíunda neðsta sæti á lista sem tekinn er saman af CARE, samevrópskum umferðarslysagagnagrunni. Við útreikning er tekið mið af meðaltali á 5 ára tímabili. Árið   2021 færðist Ísland upp um tvö sæti og situr nú í áttunda sæti yfir þau lönd sem standa sig best í Evrópu. 

Fréttasafn