Fréttir

Hringvegur Borgarnesi

4. júlí 2022 : Umferðarkönnun í nágrenni Borgarness

Vegagerðin áætlar stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi, sunnan og norðan við Borgarnes og á Snæfellsvegi vestan við húsnæði Loftorku, frá 4. júlí til ágúst loka.

Unnið við klæðingu - valtari í forgrunni

1. júlí 2022 : Steinkast – leiðir til að draga úr því

Vegagerðin hefur á undanförnum árum breytt verklagi og unnið að ýmsum þáttum til að draga úr tjóni vegna steinkasts við viðgerðir á klæðingum landsins. Við lengri yfirlagnir er nýttur leiðibíll til að draga tryggilega úr hraða, bifreiðar mætast þá heldur ekki. Kornastærð steinefnis sem notuð eru hefur verið minnkuð þar sem léttari steinar valda síður tjóni komi til þess að þeir kastist á bíl. Á lengri köflum er valtað með valtara og síðan sópað jafnskjótt og kostur er, á minni viðgerðarköflum er þjappað með fulllestuðum vörubílum og sópað eins skjótt og hægt er.

Sæbrautarstokkur - yfirlitsmynd

28. júní 2022 : Sæbrautarstokkur - matsáætlun

Lögð hefur verið fram matsáætlun vegna fyrirhugaðs vegstokks á Sæbraut/Reykjanesbraut í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um 1 km kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Gera á mislæg gatnamót við Kleppsmýrarveg og gera má ráð fyrir að aðlaga þurfi rampa á mislægum gatnamótum Sæbrautar og Vesturlandsvegar þegar Sæbrautin er lækkuð.

Fréttasafn