Fréttir

Sundabraut - Morgunfundur hjá Vegagerðinni
Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um Sundabraut föstudaginn 6. október kl. 09:00-10:15. Fyrirhuguð framkvæmd verður kynnt, ásamt áherslum í komandi umhverfismati. Farið verður yfir hvaða valkostir eru til skoðunar varðandi legu Sundabrautar, auk tenginga hennar við byggð og atvinnustarfsemi. Auk fulltrúa Vegagerðarinnar verða á fundinum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu.
Enn nýtt met í umferð á Hringvegi í september
Umferðin í nýliðnum september á Hringveginum reyndist nærri fjórum prósentum meiri en í september fyrir ári síðan. Umferðin eykst mest á Suðurlandi. Búast má við að umferðin í ár aukist um sjö prósent sem er töluvert mikil aukning á einu ári.

Flug til Húsavíkur styrkt
Flug til Húsvíkur verður styrkt næstu tvo mánuði á meðan að framtíðarfyrikomulag þeirra mála verður skoðað. Samkomulag hefur verið gert við flugfélagið Ernir að það fljúgi áfram til Húsavíkur fimm sinnum í viku.