Fréttir

Frá gosstöðvunum fyrr í dag.

29. maí 2024 : Hraun runnið yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg

Hraun hefur nú runnið yfir Grindavíkurveg norðan við Grindavíkurbæ. Norðurljósavegur er einnig farinn undir hraun. Aðeins eru um 50 metrar í að hraun fari yfir Grindavíkurveg norðan við Svartsengi og miklar líkur eru á að Nesvegur lokist fljótlega vegna hraunflæðis. Þá rennur hraun til suðurs í átt að Suðurstrandavegi.

Vegagerð í Teigsskógi. Mynd: Haukur Sigurðsson

29. maí 2024 : LOKI reiknar kolefnisspor innviðaframkvæmda

Vegagerðin stendur fyrir hádegisverðarfundi þriðjudaginn 4. júní klukkan 11:30 til 12:30. Kynntur verður til leiks LOKI, nýr kolefnisreiknir fyrir innviði sem Vegagerðin hefur látið þróa. Með reikninum er hægt að meta kolefnisspor framkvæmda með samræmdum og einföldum hætti. Hann er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi og því er um nokkur tímamót að ræða. Fundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, en verður einnig sendur út í beinu streymi.

Klippt á borðann.

28. maí 2024 : Ný undirgöng við Arnarneshæð formlega tekin í notkun

Ný undirgöng við Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur voru formlega tekin í notkun þann 28. maí. Nemendur á miðstigi í Sjálandsskóla í Garðabæ komu hjólandi frá skólanum sínum til að taka þátt í viðburðinum sem fór fram með pompi og prakt. Undirgöngin eru mikil samgöngubót en leiðin yfir Arnarnesið er ein af fjölförnustu stofnæðum fyrir hjólandi umferð á höfuðborgarsvæðinu, en þau tengja m.a. Reykjavík við Garðabæ og Hafnarfjörð. Með tilkomu þeirra þarf ekki lengur að þvera umferðargötu, sem eykur umferðaröryggi vegfarenda.

Fréttasafn