Fréttir

Flogið daglega til Vestmannaeyja
Vegagerðin hefur samið við Icelandair um að fljúga daglega til Vestmannaeyja meðan ferjan Herjólfur fer í slipp.

Útboðsgögn vegna Ölfusárbrúar send þátttakendum
Útboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í vikunni til þeirra fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Skila á tilboðum í mars og áætlað að verki ljúki í september árið 2027.

Aukaferð á leið 55 BSÍ-Fjölbrautarskóli Suðurnesja
Tímabundinni aukaferð strætó á leið 55 milli Reykjavíkur og Keflavíkur hefur verið bætt við fram til 14. desember. Tilgangurinn er að koma til móts við nemendur frá Grindvík sem stunda nám við Fjölbrautarskóla Suðurnesja en búa til bráðabirgða á höfuðborgarsvæðinu vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.