Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:
-415
Útgáfudagur:
10/19/2010
Útgáfa:
5.0
Ábyrgðarmaður:
Ásbjörn Ólafsson
A A01.11-12 Hættuleg beygja
A01.11 Hættuleg beygja til hægri
A01.12 Hættuleg beygja til vinstri
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þessi ber að nota fyrir framan einstaka beygju sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er stutt.
Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Hættuleg beygja er t.d. þar sem:
beygjuradíus
miðað við umferðarhraða er
minni
en í töflu um radíus beygju.
sjónlengd
að beygju er
minni
en í
sjónlengdartöflu
beygjan kemur á eftir löngum beinum kafla
Sýnilegar beygjur:
Merkin skal staðsetja um 50-100 metrum áður en beygjan hefst.
Beygjur sem eru ekki sýnilegar:
Merki skal staðsetja þar sem beygjan hefst. Að auki skal nota annað merki 200-300 metrum framar auk undirmerkis J01.11
.
Tafla um lágmarks radíus beygju
Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Innan þéttbýlis skal einungis nota þessi merki í undantekningartilfellum.