Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-037
Útgáfudagur:06/23/2009
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
Dreifbýli Hraðamerkingar

Hraðamerki
Merki sem fylgja gjarnan hraðamerkjum
Við þjóðvegi utan við mörk þéttbýlis (á vegum lengri en 2 km) og utan marka þeirra svæða þar sem sértakar hraðatakmarkanir eru í gildi eiga að vera hraðamerki B26.

Eftirfarandi hámarkshraði gildir nema annað sé tekið fram:
90 km hámarkshraði á vegum með bundnu slitlagi
80 km hámarkshraði á malarvegum

Vinnureglur um staðsetningu merkjanna:
  • Sitt hvoru megin 500 m frá vegamótum við þjóðvegi fyrir umferð sem ekur frá vegamótunum. Ef tvö eða fleiri vegamót við þjóðvegi eru á 3 km kafla eða styttri skal merkja þau eins og um ein vegamót væri að ræða, þ.e. með merki út frá vegamótum í endum kaflans og merkjum á milli þeirra sleppt
  • Áður en komið er að vegamótum með lækkuðum hámarkshraða í 500 m fjarlægð frá vegamótum
  • Áður en komið er að vegamótum í 500 m fjarlægð frá vegamótum ef vegalengd frá síðasta hraðamerki er á milli 20 til 30 km
  • Fyrir báðar akstursstefnur með að jafnaði ca. 15 km millibili ef fjarlægð frá síðasta hraðamerki er meiri en 30 km, nema þar sem aðalbraut liggur um óbyggð svæði og engin biðskyldumerki eru fyrir hendi. Í þeim tilfellum skal setja merki 500-1000 m áður en komið er að fyrsta afleggjara með biðskyldumerki.
  • Utan við mörk þéttbýlis (á vegum lengri en 2 km) og utan marka þeirra svæða þar sem sérstakar fastar hraðatakmarkanir eru í gildi skal að jafnaði setja upp merki 200-500 m utan við merki D12.21 þéttbýli lýkur eða þar sem sérstökum hraðatakmörkunum lýkur
  • Þar sem stuttur tengivegur (< 2 km) frá þéttbýli tengist inn á stofnbraut skulu merkin að jafnaði staðsett 200-300 m sitt hvorum megin við vegamótin (t.d. við Hólmavík, Þórshöfn, Djúpavog)
Þar sem ÁDU > 500 b/dag skal þvermál B26 merkja vera 800 mm annars 600 mm, þó er heimilt að nota minni merki þar sem umferðarhraði er lítill.
Þar sem ÁDU > 5000 b/dag skulu að jafnaði vera tvö merki sitt í hvorum vegkanti á fyrstu hraðamerkingu frá þéttbýli.
Þar sem tvær eða fleiri samliggjandi akreinar eru í sömu átt skulu vera tvö merki sitt í hvorum vegkanti.

Show details for Málsetning af hraðamerkingu með stórum merkjum, aðalbrautarrétti og vegnúmeriMálsetning af hraðamerkingu með stórum merkjum, aðalbrautarrétti og vegnúmeri
Show details for Lækkun hámarkshraðaLækkun hámarkshraða
Show details for Breytilegur hámarkshraðiBreytilegur hámarkshraði
Show details for ÞéttbýlissvæðiÞéttbýlissvæði