Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota við vegarkafla eða stað á vegi þar sem aðstæður eru þannig að ökutæki geta ekki mæst og skylt er að veita umferð sem kemur á móti forgang. Þegar merki þetta er notað skal setja merkið D05.11
upp við hinn enda vegarkafla eða hindrunar.
Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Dæmi um notkun eru einbreið jarðgöng þar sem önnur akstursstefnan nýtur forgangs en hin á að víkja í til þess gerð útskot.
Merkið skal staðsett minnst 50 m áður en komið er að þeim kafla sem merkið höfðar til.
Lengd kafla skal gefin upp á undirmerki J02.11
ef kaflinn er lengri en 50m.
Þegar merkið er notað vegna merkingar vinnusvæðis má eingöngu nota það á vegum með árdagsumferð undir 1000 bílum og á styttri kafla en 50 m, annars skal nota umferðarljós eða handvirka umferðarstjórnun.
Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Ef sett er upp merking um að umferð á móti veiti eða hafi forgang er sú umferð sem hefur takmarkaðri vegsýn látin víkja.
Sjá dæmi um notkun merkisins á eftirtöldum skýringarmyndum:
Merking þrengingar í þéttbýli
Sjá nánar um notkun merkisins í reglum um vinnusvæðamerkingar.