Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-583
Útgáfudagur:02/29/2024
Útgáfa:5.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
200 204 Stöðvunarskylda


204
204 Stöðvunarskylda.

Merki þetta gefur til kynna að ökumanni beri skilyrðislaust að nema staðar og veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang.



Eldri reglur
B19.11 Stöðvunarskylda við vegamót

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta skal setja við vegamót þar sem ökumönnum ber skilyrðislaust að nema staðar og veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Nota ber merki B19.11 þar sem sérstakar aðstæður krefjast, t.d. þar sem vegsýn er takmörkuð eða eðli gatnamóta eða umferðar þannig að þörf sé á skilyrðislausri stöðvunarskyldu enda liggi fyrir beiðni eða samþykki viðkomandi lögreglustjóra.

Merkið skal sett upp, þar sem ökumanni ber að stansa. Merkið skal vera í a.m.k. 5 m fjarlægð frá vegkanti þess vegar sem ekki hefur stöðvunarskyldu.

Við vegamót utan þéttbýlis, skal auk B19.11 á venjulegum stað vera A06.11 merki 300 m frá vegamótum þar sem fjarlægð er tilgreind á undirmerki J42.11