Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-442
Útgáfudagur:11/17/2010
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A18.xx Brött brekka niður á við

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta ber að nota, ef nauðsynlegt þykir, áður en komið er að brattri brekku og aðstæður að öðru leyti fela í sér hættu. Hallinn skal tilgreindur í hundraðshlutum. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan halla. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið A18.10.

Vinnureglur um notkun:
Merkja skal eftirfarandi brekkur:
  • Malarvegi með 10% halla eða meira
  • Vegi með bundnu slitlagi með 8% halla eða meira.

Gefa skal upp á merkinu mestan halla á samfelldum 100 m.
Merkja skal brekkur sem eru 200 m eða lengri.
Ef brekkan er 500 m eða lengri skal gefa upp lengd hennar á undirmerki J02.11 .

Merki þetta skal sett upp 150 - 300 m áður en komið er að brekku.