Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Akstur erlendra ferðamanna um hringveginn, Snæfellsnes og Vestfirði

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Hluti 1: Framhald verkefnisins "Umferð bílaleigubíla erlendra ferðamanna á 11 svæðum á hringveginum 2010-2018". Nú verður umferð ferðamanna um Snæfellsnes greind á sama hátt  (áhersla á innkomu á Mýrum en Skógarströnd og ferjan Baldur áætluð) sem og á Vestfjarðakjálkanum (áhersla á innkomu við Króksfjarðarnes + Hrútafjörður áætlaður). Jafnframt verða niðurstöður fyrir staðina 11 á hringveginum uppfærðar frá skýrslunni v/ styrks árið 2018 (skil í mars 2019) og árinu 2019 bætt við. 

Tilgangur: Styðja við bakið á umferðartalningum Vegagerðarinnar með því að áætla hlut bílaleigubíla erlendra ferðamanna á umræddum stöðum.  Áætla m.a. hlutfall þeirra af árdagsumferð(ÁDU), sumardagsumferð (SDU) og vetrardagsumferð (VDU) á þeim stöðum og tímabili sem um ræðir. Stuðst við gagnagrunn RRF um erlenda ferðamenn. 

Hluti 2: Áhersla á að greina betur umferð erlendra ferðamanna (um Leifsstöð) á hringveginum með því að skoða sérstaklega þá staði þar ferðamenn snúa við og halda aftur til baka til SV-hornsins. Hér nefndir "snúningsstaðir" (vinnuheiti). Líklegast að þeir staðir verði Borgarnes, Akureyri, Mývatn, Höfn, Jökulsárlón, Vík og Selfoss (ekki Egilsstaðir - því nær allir sem koma um Keflavík þangað fara hringinn á einn eða annan hátt, lítillega með hálendisþverun). Áætla endurkomustuðul um veginn eftir "snúningsstöðunum". Stuðullin að hámarki 2,0 ef allir fara sömu leið til baka (hver bíll tvítalinn) en lækkar efir því sem fjær dregur SV-horninu. Skoða hvernig stuðull á sama "snúingsstað" er breytilegur eftir árstíðum (mun fleiri aka t.d. allan hringinn að sumri en hávetri og koma því ekki til baka sömu leið).  Stuðst við gagnagrunn RRF um erlenda ferðamenn. Tilgangur:  Styðja við bakið á umferðartalningum Vegagerðarinnar.

Hluti 3: Endurtaka gagnlegustu spurningar í könnunum RRF fyrir Vegagerðina í Leifsstöð árin 2016, 2017 og 2018. Bæta við nýjum. Könnun frágengin í samstarfi við Vegagerðina (2-4 valda starfsmenn). Max 15 spurningar. Tilgangur: fylgjast með þróuninni. 

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur:  

1. Styðja við bakið á umferðartalningum Vegagerðarinnar með áherslu á frekari greiningu á umferð erlendra ökumanna á bílaleigubílum á hringveginum (þjóðvegi 1) og við innkomuleiðir á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. (Á við hluta 1 og 2) og með að hafa á takteinum niðurstöður nýjustu rannsókna í þeim efnum. 

2. Mæla ýmsa þætti sem áður hefur verið spurt um í könnunum RRF fyrir Vegagerðina til að greina breytingar í afstöðu, þekkingu og hegðun ferðamanna á þáttum snerta á einhvern hátt starfsemi og skyldur Vegagerðarinnar (öryggi á vegum, hegðun ferðamanna í umferðinni, álit ýmsum þáttum er varðar vegina á Íslandi, umferðarreglur o.fl.). Nauðsynlegt að vera með puttana á púlsinum ef svo má segja þar sem samsetning erlendra ferðamanna eftir markaðssvæðum hefur breyst mikið á síðastliðnum árum. Á  að gera nýst Vegagerðinni við mótun stefnu og forgangsröðunar og í samstarfi við lögreglu, björgunarsveitir o.fl.

Markmið: Að verkefnið og niðurstöður þess nýtist Vegagerðinni í þjónustu við erlenda ökumenn á Íslandi (og um leið alla vegfarendur) og  til að styðja við bakið á áætlanagerð í þeim efnum. Að það leggi lóð á vogarskálar bætts umferðaröryggis og þekkingar á erlendum ökumönnun í íslenskri umferð.