Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Farsímagögn inn í umferðarlíkan – fyrstu skref

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Við uppbyggingu hefðbundinna umferðarlíkana eru jafnan notuð gögn og upplýsingar úr ýmsum áttum (skipulagstölur, félagshagfræðilegar upplýsingar o.fl.) sem svo sett eru í samband við ferðahegðun íbúa sem gefur tiltekna umferð um gatnanetið.  Rannsóknir á síðustu árum hafa sýnt fram á að nýjar aðferðir, gjarnan kenndar við Big-Data, þar sem stuðst er við farsímagögn (ópersónugreinanleg að sjálfsögðu) frá símafélögunum geta gert líkangerðina bæði gagnlegri og skilvirkari og bætt gæði umtalsvert í spám líkana.

Hér er um að ræða fyrst skref verkefnisins, nokkurs konar frumathugun, þar sem markmiðið er að leiða í ljós þörf, umfang og helstu forsendur verkefnisins og dregnir verða fram þeir kostir sem koma til greina við lausn verkefnisins, hagkvæmni þeirra er metinn og gerð rökstudd tillaga um ákveðna lausn.  Leitað verður samstarfs við símafyrirtækin og hvað þarf til að koma slíku samstarfi á laggirnar.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að meta hvernig standa megi öflun gagna frá farsímafyrirtækjum og koma á samtali við þarna á milli um öflun þessara gagna.  Jafnframt að skoða og meta hvernig vinna megi úr gögnunum þannig þau nýtist inn í umferðarlíkan.  Markmiðið er að svara spurningunum hvað á að gera, hvernig á að gera það, hvernig ætlum við að nýta gögnin og hver er mögulega ávinningur af því?