Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Greining á kerfum og vinnuumhverfi í vaktstöð Vegagerðarinnar

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felst í því að skoða kosti þess að gera greiningu á kerfum og vinnuumhverfi í vaktstöð Vegagerðarinnar.

Vaktstöðin er nú rekin allt árið um kring og því gott að greina kerfi og verkferla sem þarf til að reka hana á sem bestan hátt.

Notast verður við aðferðafræði sem kallast  CRIOP (Crisis Intervention and Operability Analysis), sem er leiðandi í Noregi, til að staðfesta og sannprófa getu vakt- og stjórnstöðva til að meðhöndla á öruggan og skilvirka hátt allar aðgerðir.

Aðferðafræðin er þróuð  af SINTEF Technology and Society (ein af stærstu sjálfstæðu rannsóknastofnunum í Evrópu), hún er margreynd og er algengasta aðferðin sem notuð er til að sannprófa getu vakt- og stjórnstöðva í olíu- og gasiðnaði í Noregi.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur er að skoða stöðu vaktstöðvarinnar eins og hún er í dag.  Hvernig er skipulag vaktstöðvarinnar og vinnuumhverfi.  Hvernig eru stjórn- og öryggiskerfi skilgreind og hvernig gengur starfsmönnum að sinna þeim.  Hver er staðan á gæðakerfi, verkferlum og vinnulýsingum.  Hver er staðan á þjálfun og hæfni starfsmanna og hvernig er fjarstýring kerfanna skilgreind og varin fyrir utanaðkomandi aðgangi.

Markmið er að bæta aðstöðu, vinnuumhverfi og kerfi starfsmanna vaktstöðvar til að auka hæfni þeirra til að takast á við allar aðstæður og aðgerðir sem sinna þarf.

Benda má á að í tillögu að 5 ára samgönguáætlun eru sett fram markmið um öryggi í samgöngum og myndi þetta verkefna koma inn á nokkra þætti sem tengjast verkefnum til að ná þessu markmiði.