Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

COST TU1406 - BridgeSpec

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Vegagerðin er þátttakandi í evrópsku rannsóknaverkefni COST TU-1406 sem er samstarfsverkefni stofnana, háskóla, ráðgjafa, frá alls 27 Evrópulöndum.

Útbúa á leiðarvísi um gæðaáætlanir brúa (Quality Control Plans) með því að safna saman nýjustu þekkingu á sviði ástandsvöktunar brúa.  

Ólíkar aðferðir eru notaðar við mat á ástandi brúa um alla Evrópu, bæði er um að ræða huglægt mat og tölulegt mat á ákveðnum þáttum. Niðurstöður ástandsskoðana, prófana og vöktunar er svo borin saman við æskileg viðmið sem eru mjög breytileg eftir löndum.

Fjárfesting samfélagsins í samgöngukerfum er veruleg og því mikilvægt að vanda til við um eignastýringu. Notkun nýjustu þekkingar á sviði ástandsskoðana ásamt því að skilgreina viðmið er því mikilvæg fyrir eigendur mannvirkja við hagkvæma nýtingu fjármagns sem fer til viðhalds og endurbyggingar.

Vefslóð á verkefnið með nánari upplýsingum má finna á eftirfarandi vefslóð:

www.tu1406.eu

http://www.cost.eu/COST_Actions/tud/Actions/TU1406

 

Tilgangur og markmið:

 

Megintilgangur rannsóknaverkefnisins er að útbúa leiðarvísi um gæðaáætlanir brúa (Quality Control Plan) þar sem safnað er saman bestu og nýjustu þekkingu um aðferðir við ástandsmat ásamt því að skilgreina sameiginlega viðmið sem hægt er að bera saman við mælingar.