Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Djúpgreining slysa, með meiðslum, við framanákeyrslu, 2014-2018

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Framanákeyrslum, þar sem að vegfarendur hafa slasast, hefur fjölgað undanfarin ár.

Samkvæmt ársskýrslum slysaskráningar Samgöngustofu hefur fjöldi framanákeyrsla, þar sem að

vegfarendur hafa slasast, fjölgað úr 32 slysum árið 2014 í 55 slys árið 2017.  Útlit er fyrir að slys þessarar

tegundar, með meiðslum, séu enn fleiri árið 2018.  Hlutur þessara slysa hefur einnig aukist þar sem að

framanákeyrslur með meiðslum taldi til 4% slysa árið 2014, 4,2% slysa 2015, 4,8% slysa 2016 og

5,4% slysa árið 2017%.

 

Rannsóknarverkefnið felst í því að rannsaka atburðarás og orsök þessara slysa.

Tilgangur og markmið:

 

Í verkefninu eru slys, sem urðu við framanákeyrslu og meiðsli urðu á fólki, rannsökuð til hlítar.  Leitast

verður við að greina tildrög slyssins og helstu orsök þess, í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi.