Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Greina aðstæður fyrir óvarða vegfarendur með myndgreiningu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er að greina aðstæður og meta umferðaröryggi á óvörðum vegfarendum með myndgreiningartækni.  Notast verður við myndbandsupptökur til að mynda afmarkað svæði t.d. við gatnamót og gönguþveranir. Myndbandsupptakan er myndgreind með gervigreindarhugbúnaði og þannig fást fram upplýsingar sem nýtast við mat á aðstæðum og öryggi á óvörðum vegfarendum.  

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur og markmið verkefnisins er að sýna fram á kosti þess að nota myndbandsgreiningar við mat á umferðaröryggi á óvörðum vegfarendum og bera saman kosti og galla við þær aðferðir sem er verið að notast við í dag. Niðurstöðurnar munu nýtast við að bæta aðgengi og öryggi á viðkomandi svæðum en aðallega munu niðurstöður nýtast við val á greiningu á óvörðum vegfarendum.