Almenn verkefni 2019

Heiti verkefnis : 

Basalttrefjar til styrkinga í sprautusteypu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Stefnt er að því að prófa að sprauta basalttrefja styrktri sprautusteypu á verkstað í samvinnu við Vegagerðina og skoða hvernig 2-3 mismunandi gerðir basalttrefja hegða sér í sprautusteypu. Mæld verður orkugleypni og beygjutogþol á sprautaðri steypu, úr blöndum sem hafa áður verið prófaðar á rannsóknarstofu og niðurstöður bornar saman ásamt því að skoða frákast og áhrif trefja á sprautun og viðloðun við styrkingar. Helsta ástæða þess að skoða notkun basalttrefja er að með þeim á að vera hægt að fá kosti plasttrefja án plastmengunar í nærumhverfið og kosti stáltrefja án mögulegra tæringarvanda.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið rannsóknarinnar eru að taka niðurstöður prófana á basalttrefjum sem hafa verið gerðar á rannsóknarstofu og prófa trefjarnar á verkstað. Stefnt verður á að prófa tvær til þrjár gerðir basalttrefja í sprautusteypu á verkstað í samvinnu við Vegagerðina eða annan verkkaupa í verkefni þar sem verið er að nota sprautusteypu. Skoðaðir verða eiginleikar trefjanna í ferskri steypunni við sprautun og dælingu, ásamt því að framleiða sýni til að prófa brotorku og beygjutogstyrk. Samhliða því að skoða jákvæð umhverfisáhrif trefjanna verður gerður samanburður á kostnaði basalt-, stál- og plasttrefja. Að lokum verður gerð könnun á möguleikum framleiðslu basalttrefja á Íslandi.