Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Steinefnaprófanir á tveimur steypuefnasýnum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felst í því að láta gera prófanir á tveimur völdum sýnum af steinefni í steinsteypu. Farið verður eftir kröfukafla um prófanir á steinefnum í steinsteypu í kafla 7 í Efnisgæðaritinu, en hann var fyrst gefinn út í janúar 2018. Í raun er hér verið að byggja undir þær kröfur sem settar eru fram í kaflanum um steypuefni og verða því valin steinefni úr misgóðum námum. Verkefnið mun sjá um að kosta sýnatöku í stór ker af tveimur steypuefnasýnum og flutning að prófunarstofu. Einnig er verkefninu ætlað að standa undir kostnaði við prófanir, úrvinnslu og túlkun niðurstaðna og greinargerð um hæfi sýnanna í mismunandi steypugerðir samkvæmt Efnisgæðaritinu. Lagt verður mat á hvort ástæða geti verið til að endurskoða einhverjar kröfur sem settar eru fram í Efnisgæðaritinu.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að styrkja framsetningu á kröfum sem gerðar eru til steinefna í Efnisgæðaritinu til nota í mismunandi gerðir steinsteypu. Þar sem kafli 7 er nýlegur er mikilvægt að afla frekari gagna um eiginleika steinefna sem notuð eru í steinsteypu vítt og breytt um landið. Í sumum tilfellum hefur skort nokkuð upp á rannsóknir á steinefnum sem notuð eru í steinsteypu, sérstaklega hjá tiltölulega litlum steypustöðvum utan þéttbýlis.