Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Greining ferðatíma hjólandi í samgöngulíkani og samanburður við mælingar.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Veturinn 2019-2020 var þróað nýtt samgöngulíkan fyrir höfuðborgarsvæðið. Líkanið er af nýrri kynslóð líkana sem getur metið áhrif breytinga í ferðamátavali í spám. Líkanið samanstendur af bílhluta, almenningssamgangnahluta og hjólahluta og er stendur og reiknar líkindi þess að velja einhvern af þessum ferðamátum út frá vegnum ferðakostnaði. Veginn ferðakostnaður er heildarkostnaður ferðar þegar hefðbundinn kostnað eins og bílastæðagjald eða farmiðakaup eru tekin með ásamt því að ferðatíma er umbreytt í kostnað út frá tímavirði. Mat á ferðatíma hefur þess vegna mikil áhrif á val á ferðamáta og því mikilvægt að það sé sem raunhæfast. Til að fá sem raunhæfasta mat á ferðatíma hjólandi ferðir þarf m.a. að meta áhrif sem hallabreytingar hefur á hröðun og hraða. Nauðsynlegt er því að útbúa hæðarlíkan fyrir hjólastíga í umferðarlíkani til að reikna halla gatna og vega, en við vitum að landslagið á höfuðborgarsvæðinu er langt frá því að vera slétt. Til viðbótar við það þarf að meta orsakasamhengi hala og hjólahraða á höfuðborgarsvæðinu. Það verður gert með því að skoða nokkra staði á höfuðborgarsvæðinu þar sem halli og hraði hjólandi er þekktur. Með nákvæmara og betra mati á ferðahraða og áhrifa þess á leiðaval hjólandi verður betur hægt að skipuleggja stígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Með þessu væri hægt að gera hjólreiðar meira aðlaðandi sem ferðamáta. En með því að auka hlutdeild hjólreiða dregst saman losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er bæta hjólahluta nýja samgöngulíkansins með því að útbúa hæðarlíkan fyrir hjólastíga, götur og vegi á höfuðborgarsvæðinu og meta orsakasamband halla og hraða með mælingum á stöðum þar sem þetta er þekkt eða jafnvel bæta við mælingar. Með hæðarlíkani væri hægt að bæta umferðarlíkön og önnur verkefni sem tengjast þeim áhrifum sem hallabreytingar hafa á hröðun og hraða mismunandi ökutækja. Hæðarlíkan myndi sérstaklega bæta leiðarval fyrir hjólreiðar þar sem þessi samgöngumáti finnur mest fyrir áhrifum hallabreytingar. Meðalhraði hjólreiðanda á jafnsléttu er sagður vera +16 km/klst. en vitað er að miklar hæðarbreytingar eru til staðar á landslagi höfuðborgarsvæðisins. Því er mikilvægt að geta bætt leiðarval hjólreiðanda þar sem hraði þeirra eykst verulega niður brekkur og dregst saman upp brekkur.

 

Markmið verkefnisins er að bæta umferðarlíkan alla samgöngumáta og þá sérstaklega hjólreiðandi. Með nákvæmari og betri leiðarval fyrir hjólandi verður meira aðlagandi fyrir fólk að taka upp hjólið og nýta sér annan samgöngumáta í stað einkabílsins og þar að leiðandi dregst saman losun gróðurhúsalofttegunda á  höfuðborgarsvæðinu.