Almenn verkefni 2020

Heiti verkefnis : 

Greining á græntíma og afköstum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Í samvinnu við Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrar verður skoðað hve langan tíma ökumenn nota á gatnamótum við umferðaljós. Með hjálp myndbandsgreiningar verða gerðar tímamælingar á viðbragðstíma ökumanna þegar rautt umferðarljós skiptir yfir í grænt og ökutæki hefur lagt af stað. Í framhaldinu verður fjöldi ökutækja sem fara yfir á grænum fasa talinn til þess að meta afköst græntímans.  Mælingar verða gerðar annarsvegar við góðar aðstæður að sumri til og hinsvegar við erfiðari aðstæður að vetri til, en reynslan sýnir að afköst minnka talsvert í hálku. Að auki verður skoðað hvort að viðbragðstími ökumanna sé breytilegur eftir tíma dags, þ.e. á háannatíma eða utan þess.  

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að gera grein fyrir þeim tíma sem fer í „tafir“ á grænum ljósafasa með því að mæla viðbragðstíma ökumanna á ljósastýrðum gatnamótum. Einnig er mældur „virkur“ tími sem ökumenn notar við að aka  yfir á grænu ljósi og þannig fæst skráð „nýtni“ gatnamótanna við mismunandi aðstæður.   
Út frá niðurstöðum verður reynt að meta það hvort, og þá hversu mikið, ljósastýrð gatnamót afkasti mismunandi umferðarmagni eftir árstíma (sumar og vetur).