Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Hvernig má nýta VegLCA í hönnun og gerð íslenskra samgöngumannvirkja?

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Lífsferilsgreiningar (vistferilsgreiningar) eru ekki nýjar af nálinni á Íslandi. Þó nokkur fjöldi lífsferilsgreininga hafa verið framkvæmdar í tengslum við íslenska vegagerð, en þrátt fyrir það eru þær ekki orðnar almennur hluti af hönnun samgöngumannvirkja. Ástæður þess geta verið margþættar og ein þeirra gæti verið að ekki er til handhægt lífsferilsgreininga verkfæri. Verkefnið snýr að því að skoða hvort norska verkfærið VegLCA geti nýst sem íslenskt lífsferilsgreiningarforrit sem hönnuðir og aðrir sem koma að gerð samgöngumannvirkja geti notað til þess að hanna og framkvæma sjálfbærari mannvirki.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að koma til móts við umhverfisstefnu Vegagerðarinnar, loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Eitt af markmiðum umhverfisstefnu Vegagerðarinnar er að Vegagerðin vinni að því að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda og eru lífsferilsgreiningar verkfæri sem hægt er að nota til þess. aðstæður.

  • Markmið verkefnisins er að kanna hvort og hvernig innleiða megi notkun lífsferilsgreiningarforritsins VegLCA í starfsemi/verkferla Vegagerðarinnar.

VegLCA byggir á losunarstuðlum sem skilgreindir eru fyrir Noreg svo hluti verkefnisins yrði að skoða og meta hvort hægt sé að nota sömu stuðla á Íslandi með góðu móti. Því er sótt um styrk í Rannsóknasjóð Vegagerðarinnar til þess að hefja þá vinnu og prófa forritið á íslensk verkefni.