Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Grænar raforkulausnir fyrir vita byggðar á efnarafölum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Leitast er við að finna umhverfisvæna lausn til að framleiða rafmagn og eða tryggja varaafl fyrir vita á stöðum þar sem erfitt er að tengjast inn á núverandi rafdreifikerfi orkuveitna. Í dag eru til dæmis notaðir hátt í 1000 rafgeymar vítt og breitt um landið/eyjar/sker þar sem vitar eru notaðir til að leiðbeina sjómönnum og sjófarendum.

Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til orkuskipta en þá fyrst og fremst fyrir bílaflotann. Vegagerðin starfrækir vita um allt land sem margir eru staðsettir á litlum skerjum eða eyjum langt frá byggð og raforkudreifingu. Allt frá upphafi reksturs vita hér á landi hefur þurft að útvega einhverja orku til að vitar geti sent frá sér ljósgeisla. Til að knýja vitana hafa sumir þeirra verið tengdir við rafveitur og annars staðar hafa verið reistar smávatnsaflsvirkjanir, vindmyllur eða sólarsellur. 

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að bæta árangur Vegagerðarinnar í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttum möguleikum rafvæðingu vita og á þeim stöðum sem Vegagerðin er með búnað sem reiðir sig á rafhlöður sem orkugjafa eða sem varaafl. Enn fremur að Vegagerðin geti sýnt fram á að með sínu framlagi þá er Vegagerðin að leggja sitt af mörkum varðandi  metnaðarfullar aðgerðir í loftslagsmálum sem eru í samræmi við markmið stjórnvalda.

Helstu verkefni verða:

Kynning á fjölbreyttum möguleikum við að skipta út díselrafstöðum og/eða rafhlöðum í umhverfisvænni lausnir.

Að Vegagerðin nái að minnka kolefnisspor sitt með vistvænni lausnum en til þessa hefur Vegagerðin þurft að nota rafgeyma til orkunotkunar.