Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

NORDUST II

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

NorDust II er samnorrænt verkefni sem tengir saman sérfræðinga í mengun vegna umferðar til að bæta þekkingu á myndun götusvifryks. Stefnt er að því að gera mótvægisaðgerðir skilvirkari með betri líkanreikningum á uppruna og dreifingu svifryks vegna umferðar. Verkefnið byggir á þekkingu sem aflað var í NorDust verkefninu. Áherslurnar ráðast af þörfum gatnayfirvalda og því að bæta líkanið NORTRIP; sem notað er til að spá fyrir um uppsprettur svifryks og afdrif þess. Þannig verður hægt að meta áhrif aðgerða til að minnka svifryk og skipuleggja aðgerðir til að lágmarka svifryksmengun. Verkefnið byggir á feltmælingum, uppsettum og rauntíma, tilraunum á rannsóknastofum og líkanreikningum. Þannig verður leitast við að bæta þekkingu á myndun svifryks, hreyfingu þess (t.d. áhrifum vatns), áhrifum aðgerða (sópun gatna, þvottur, ...), myndun örplasts og að þróa NORTRIP líkanið.

Tilgangur og markmið:

 

Helstu markmið og tilgangur NorDust II verkefnisins eru:

·      Finna og skilgreina bestu aðferðir, eða samblöndu að aðferðum, til að að lágmarka svifryksmengun byggt á fyrri rannsóknum (m.a. NorDust) og að meta nýjar aðferðir.

·      Rannsaka hegðun svifryk sem uppsprettu, hversu mikið tapast með umferð, afrennsli, skvettist eða fer með úða.

·      Gera nákvæmar prófanir á því hvernig sandur og stærri agnir myljast og verða að svifryki.

·      Skilgreina yfirborðs áferð og áhrif hennar á magn götusvifryk og hversu stór hluti getur orðið loftborinn. Einnig áhrif yfirborðsáferðar á nytsemi götusópunar og þvottar.

·      Þróa tæki til að safna upplýsingum um loftanlegan (e. suspendable) hluta götusvifryks.

·      Skoða hvað er sameiginlegt og mismun á húsagötum og umferðargötum.

·      Finna leiðir til að reikna magn örplasts í NORTRIP.

·      Þróa NORTRIP fyrir hluta gatna (hjólför, gata utan hjólfara og kantur).

·      Sannreyna niðurstöður líkanreikninga með samanburði við mælingar á PM10 í borgum.

·      Gera mælingar til að lýsa ástandinu á Íslandi betur. Gögn um aðgerðir, áferð gatna, magn götusvifryks og áhrif veðurs, til að bæta NORTRIP líkanreikninga.

·      Finna leiðir til að fá upplýsingar um aðgerðir (götuhreinsun, þvott, söltun, bindingu) á einfaldari hátt til að nota í NORTRIP.

·      Rannsaka aðferðir til að draga úr svifryki og áhrifum þess á heilsu. Nota bætt NORTRIP líkan til að skoða mismunandi sviðsmyndir.