Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Greining á innri gerð malbiksslitlaga með X-ray tomography – seinni áfangi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið með þessari rannsókn er að greina holrýmd í malbiki, þar með talið loftbólur, sprungur, binding (fasaskilssvæði) milli fylliefna og bindiefnis og þjöppun malbiks. Einnig verður unnt að kanna aðra þætti sem tengjast ásýnd, eins og t.d. afmyndun malbiks undir álagi, dreifingu á fínefni, viðloðun milli fylliefnis og biks, viðloðun milli nýs og gamals malbiks, íblöndun trefja og annarra íauka  í malbik, og svo mætti lengi telja. Sem dæmi um um atriði sem mætti skoða er hvernig yfirborð malbiks slitnar útfrá mismunandi dekkjategundum. Einnig þessu tengt mætti rannsaka hvernig yfirborð malbiks slitnar að sumarlagi og að vetrarlagi, þ.e.a.s. með eða án nagladekkja.

Verkefnið er hugsað sem forverkefni með stærra verkefni í huga framhaldi ef niðurstöður reynast jákvæðar. Markmið verkefnisins er tvískipt: annars vegar að ná fullum völdum á tækninni sem þarf að beita, og hins vegar að kanna hagnýtt notagildi 3D X-ray computer tomography á malbikssýnum.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur þessa verkefnis er að beita tiltölulega nýrri tækni við greiningu á innri gerð og skemmdagreiningu á malbiksslitlögum og kanna notagildi. Um er að ræða þrívíða greiningu þar sem tölvugert þrívíddarlíkan af viðkomandi sýni verður útbúið (3D X-ray computer tomography). Greiningin sem slík er frekar einföld í framkvæmd. Næmni greiningarinnar er háð sýnastærðinni og þéttleika sýnisins, en einnig greiningartímanum. Best er að hafa sýnið sem minnst. Forathuganir á NMÍ á malbikskjarna með um 3 cm þvermál og um 2-3 cm lengd gáfu mjög góðar niðurstöður. Raunhæft ætti að vera að greina kjarna með 5 cm þvermál. Sýnalengdin er ekki eins takmarkandi þáttur eins og þvermálið, en þó þarf sýnið að passa inn í sýnaklefann. Í þessari rannsókn er miðað við að lengd sýna verði ekki meiri en um 6 cm.

Markmið verkefnisins er tvískipt: annars vegar að ná fullu valdi á tækninni sem þarf að beita, og hins vegar að kanna hagnýtt notagildi mæliaðferðarinnar á sýnum af malbiksslitlögum. Til þess að ná settum markmiðum verður innri gerð malbikssýna rannsökuð, þ.e. samsetning þeirra sem og greining og mat á skemmdaferlum eins og sprungumyndun og ástand á bindingi (fasaskilssvæði) milli fylliefna og bindiefnis. Einnig verður unnt að kanna aðra þætti sem tengjast ekki sprungumyndun beint, eins og t.d. aflögun malbiks undir álagi (skrið), dreifingu á fínefni, viðloðun milli fylliefnis og biks, viðloðun milli nýs og gamals malbiks, trefja og svo mætti leng telja. Sem dæmi um önnur atriði sem mætti skoða er hvernig yfirborð malbiks slitnar undan mismunandi dekkjategundum. Þessu tengt mætti einnig bera saman hvernig yfirborð malbiks slitnar að sumarlagi og að vetrarlagi, þ.e.a.s. annars vegar þegar sumardekk eru í notkun og hins vegar þegar nagladekk eru í notkun.

Verkefnið er hugsað sem forverkefni að stærra verkefni og er seinni áfangi.

Ekkert er til fyrirstöðu að skoða sýni af klæðingu með en til þess að halda umfangi í lágmarki verður klæðing ekki rannsökuð í þessu verkefni.