Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Opna fjallvegir hlið fyrir landnám innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands?

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Hálendi Íslands er einstakt á heimsvísu. Vegna þessarar sérstöðu heimsækja sífellt fleiri ferðamenn íslenska hálendið og nota flestir bíla og vegakerfi. Athuganir okkar og fyrri rannsóknir sýna að hálendi er undir vaxandi þrýstingi frá framandi plöntutegundum og að þær berist einna helst inn á svæðið með vegakerfinu.  Þessu rannsóknarverkefni er ætlað að svara spurningum um  hvaða áhrif vegakerfið hefur í innflutningi og dreifingu framandi plöntutegunda á miðhálendinu. 

Tilgangur og markmið:

 

Rannsókn, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, sem beinist að þætti vegakerfisins við dreifingu framandi plöntutegunda og svarar eftirfarandi spurningum: 

     1.Virka fjallvegir sem leiðir fyrir framandi plöntutegundir að komast inn á hálendið? 
     2. Hvaða tegundir nota þessa dreifingarleið? 
     3. Hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á landnám framandi plöntutegunda ?  
     4. Eru ferðamannastaðir við hálendisvegi „heitir reitir“ fyrir landnám framandi plöntutegunda ? 
     5. Hvernig er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu framandi plöntutegunda á hálendi Íslands?