Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Slysagreining á hægribeygju framhjáhlaupum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið miðar að því að rannsaka slysafjölda í hægri beygju framhjáhlaupum á 10 stórum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu.  Áætlað er að reyna að finna tíu gatnamót þar sem fjöldi slysanna er hár og fara yfir fjölda árekstra og slysa á síðustu fimm árum (2016-2021). Eingöngu verða tekin fyrir umfangsmikil og umferðarþung gatnamót sem gegna mikilvægu hlutverki í vegakerfinu.

Markmiðið er að finna helstu ástæður fyrir þessum slysum og koma með tillögur að mögulegum úrbótum.

Tilgangur og markmið:

 

Þrátt fyrir að skráðum slysum hafi fækkað á undanförnum árum verða á hverjum degi á bilinu 15 til 20 slys á Íslandi. Orsök og staðsetning þessara slysa er mjög fjölbreytt og á slysakorti Samgöngustofu má sjá yfirlti yfir þau slys sem hafa orðið á Íslandi síðustu árin og tilkynnt eru til lögreglu.

Tilgangur þessa verkefnis er að rannsaka slys í hægribeygju framhjáhlaupum á höfuðborgarsvæðinu.  Við yfirferð á slysakortinu má sjá að tíðni slíkra slysa er nokkuð algeng, þó svo að flest þeirra séu blessunarlega árekstrar með litlum eða engum meiðslum.

Markmiðið er að finna helstu ástæður fyrir þessum slysum og koma með tillögur að mögulegum úrbótum.