Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Nýting plastúrgangs í malbik

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Mikilvægt er að koma plasti inn í hringrásarhagkerfið til þess að koma í veg fyrir urðun þess og mengun. Prófanir sem Resource International framkvæmdi á árunum 2018-2019 sýna fram á að hægt er að nýta plast til malbiksgerðar þar sem niðurstöður sýndu aukna festu og lítil hjólför í hjólfaraprófi með auknu plastmagni í malbiki. Colas Ísland stefnir því að því að rannsaka 7 tegundir plasts MDPE, HDPE, LDPE, LLDPE, PET, PS og PP í samvinnu með plast endurvinnslu fyrirtækinu Pure North. Þá verður athugað hvort hægt er að nýta plastið í malbik og þá hvaða áhrif hver plast tegund hefur á malbiksblönduna. Auk þess verða skoðuð áhrifin þegar fleiri en einni tegundum er blandað saman.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að sjá hvaða áhrif plast tegundirnar MDPE, HDPE, LDPE, LLDPE, PET, PS og PP hafa á malbik. Með það að markmiði að að geta nýtt úrgangsplast í malbik, bæta eiginleika malbiksins og draga úr notkun nýs plasts (SBS) í malbik. Þegar vitað er hvaða áhrif hver plast tegund hefur á malbikið er einnig hægt að blanda tveimur eða fleirum plast tegundum saman og sjá hvort það breyti áhrifunum. Þá verður hægt að sjá hvaða möguleikar eru við að nýta blandaðan plastúrgang með mismunandi tegundum sem er ekki með úrvinnslu ferli í hringrásarhagkerfinu í dag.

Í upphafi verkefnisins verða plast tegundirnar metnar t.d. út frá bræðslumarki og eðlisþyngd. Verða þær plast tegundir sem taldar eru henta í malbiksframleiðslu blandaðar í malbik á rannsóknarstofu. Þá verða gerðar prófanir á malbiksblöndunum og niðurstöður bornar saman. Út frá þessu má finna hvaða plast tegundir gætu komið í stað SBS annarsvegar og hverjar hafa jákvæð áhrif á festu fyrir burðarlagsmalbik hinsvegar.

Sú malbiksblanda sem gefur bestu niðurstöðu á festu verður blandað í burðarlagsmalbik í malbikunarstöð og það sent til rannsóknar t.d. í hjólfarapróf. Þannig er einnig hægt að meta hversu praktískt er að nýta efnið áfram í framtíðinni þar sem reynsla Colas sýnir að það getur verið erfitt að koma efninu í malbikunarstöð.