Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Hagkvæmari vinnsla útboðsgagna

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Útboðsgögn á vegum Vegagerðarinnar (Vg) eru í dag unnin út frá grunnskjölum á word formi sem gefin eru út á vefsíðu Vg. Grunnskjölin mættu innihalda frekari upplýsingar svo að hægt sé að búa til staðlaða verklýsingu fyrir hvert verk. Almennt þarf að eiga við stöðluð skjöl svo að útboðsgögn verði rétt. Uppsetning, geymsla og sniðmát skjalanna er einnig á þann hátt að talsverða handavinnu þarf til þess að búa til verklýsinguna þar sem sniðmátin eru í mörgum mismunandi word skrám.

Verkefni þetta mun snúast um greiningu á núverandi ástandi við gerð útboðsgagna hjá Vg og hvað mætti bæta, þar á meðal FK-kerfi. Skoðað verður hvernig útboðsgagnagerð er unnin í nágrannalöndum og kannað hvort þær aðferðir sem notaðar eru erlendis, henti Vg.

Tækifæri verða könnuð til að framkvæma útboðsgagnagerð á hagkvæmari máta ásamt því að minnka líkur á mistökum við útboðsgagnagerð. Samræming og stöðlun verklýsinga gæti gert útboðsgögn skýrari fyrir alla aðila sem koma að verkum Vg, þ.e. Vg, aðra verkkaupa í sameiginlegum verkum, hönnuði, eftirlitsaðila og verktaka.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að greina núverandi stöðu útboðsgagnagerðar hjá Vg og kanna hvaða möguleikar eru í boði til þess að auka hagkvæmni og samræmingu útboðsgagnagerðar, þvert á verkefni Vg.

Markmið rannsóknarverkefnisins er að fá betri sýn á núverandi ferlum og leggja drög að ákvarðanatöku um breytt/uppfært verklag og mögulega skerpa á ferlum við útboðsgagnagerð sem þegar eru til staðar en ekki endilega er verið að fylgja í hverju verkefni. Í því felst að kanna stöðu og verkferla erlendis frá við gerð útboðsgagna, bera saman og kanna hvað betur mætti fara og hvað hentar Vg.