Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Betri kostnaðaráætlanir í vegagerð

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið fjallar um aðferðir til að bæta gerð kostnaðaráætlana í verkum á vegum Vegagerðarinnar. Skilgreindar verða aðferðir til að gera áætlanagerðina formlegri og beita áhættugreiningu við mat á óvissu.

Um er að ræða framhaldsumsókn um sama verkefni.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur þessa verkefnis er að bæta vinnulag við gerð kostnaðaráætlana í verkefnum Vegagerðarinnar. Áætlað er að það verði gert með eftirfarandi atriðum:

·       Skilgreina betur forsendur kostnaðaráætlana.

·       Skilgreina og skrá forsendur magntöku og einingarverða.

·       Beita áhættugreiningu við úrvinnslu áætlana bæði hvað varðar magntölur og einingaverð.

Afraksturinn verður betur skilgreindar áætlanir og heildarverð sem er byggt á raunhæfu mati á óvissu.

Í skýrslu verður fjallað um gerð kostnaðaráætlana almennt og gerð áhættumats á kostnaði. Þar verður sett fram sniðmát/gátlisti um innihald áætlana og kynnt verður og dæmi um áhættumat í stóru vegagerðarverkefni.