Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Ástandsskoðun sprautusteypu í jarðgöngum með tilliti til þykktar og væntanlegs líftíma

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felur í sér að kanna ástand sprautusteypu í íslenskum veggöngum með tilliti til aldurs, hrörnunar (öldrunar) og þykktar. Valdir verða staðir til sýnatöku veggöngum, sem voru tekin í notkun á mismunandi tíma á um 30 ára tímabili. Sýnatökustaðir verða valdir út frá jarðfræðilegum aðstæðum í göngum og áætlaðri þykkt sprautusteypunnar á hverjum stað. Einnig verður skoðað hvar sýni hafa verið tekin áður og metið sérstaklega hvort æskilegt sé að taka sýni á ný á sömu slóðum til samanburðar við tilsvarandi rannsóknir, sem gerðar voru árin 2003-2005.

Niðurstöður rannsóknar munu hafa áhrif til lækkunar á kostnaði við gerð næstu vegganga og hafa umhverfislegan ávinning til lækkunar á kolefnisspori ef niðurstöður gefa að óhætt verður að minnka magn sprautusteypu til bergstyrkinga, frá því sem lagt er til í norska veggangastaðlinum, án þess að tefla líftíma og langtímaöryggi í hættu.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að ástandskanna hrörnun eða „öldrun“ sprautusteypu við aðstæður í íslenskum göngum og með því reyna að áætla líftíma sprautusteypunnar miðað við þykkt ásprautaðs lags.

Markmið rannsóknarinnar er að betrumbæta hönnunarforsendur við val á þykkt ásprautaðrar steypu við sæmilegar til góðar jarðgangaaðstæður í nýjum göngum. Kannað verður við bæði þurrar og votar aðstæður og í göngum með mismunandi umferðarþunga (mengun í göngum).