Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Rannsóknir á hreyfingu berghlaupa í Almenningum með fjarkönnun

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Allt frá því að Siglufjarðarvegur um Almenninga var lagður árið 1968 hafa skapast töluverð vandræði vegna sigs á og í kringum vegstæði hans, á um 5-6 km löngum kafla frá Hraunum og norður að Almenningsnöf. Umfangsmikil kortlagning og rannsóknir hafa verið gerðar á svæðinu á undanförnum árum og áratugum til að finna orsakir sigsins. Þrjú stór og nokkur minni berghlaup hafa verið kortlögð á svæðinu. Nyrst er Tjarnardalaberghlaupið, svo Þúfnavallaberghlaupið og Hraunaberghlaupið syðst. Sameiginlegt með öllum þessum berghlaupum er að töluverð hreyfing er á efnismössum þeirra í dag, bæði við vegstæðið og eins utan þess. Mestar eru hreyfingarnar í Hrauna- og Tjarnardalaberghlaupunum þar sem hreyfingar nálgast um 1 m á ári við vegstæðið. Vísbendingar eru um að samband sé á milli veðurfars, þ.e.a.s. úrkomu og leysinga, og sighreyfinga í berghlaupunum. Hreyfing berghlaupanna á og við vegstæði Siglufjarðarvegar er nokkuð vel þekkt en frá árinu 1977 hafa farið fram punktmælingar á nokkrum stöðum við vegstæðið. Þessar mælingar eru orðnar árvissar dag en voru mun stopulli til að byrja með. Lítið er vitað um hraða hreyfinga á öðrum stöðum í berghlaupamössunum, en vitað er að þeir eru á hreyfingu. Með þessu verkefni verður leitast við að greina eðli og umfang þessa hreyfinga með mismunandi fjarkönnunaraðferðum til að auka skilning okkar á þeim ferlum sem orsaka hreyfingar í berghlaupamössunum. Notast verður við samanburð loftljósmynda, sem hafa verið teknar af svæðinu allt frá fimmta áratug síðustu aldar til dagsins í dag, og nýlegri gerfitunglagögn við svokallað „feature tracking“ sem gerir okkur kleyft að mæla færslur á ólíkum stöðum innan berghlaupanna. Nákvæmt landmótunarkort verður gert af svæðinu með því að mynda allt svæðið úr dróna og útbúa þrívíddarlíkan (Digital Elevation Model, DEM) af svæðinu. Einnig verða útbúin mjög nákvæm DEM líkön af svæðum þar sem færsla berghlaupanna er mest við vegstæðið, eins og í Tjarnadala- og Hraunaberghlaupunum.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að greina hraða og kortleggja umfang þeirra hreyfinga sem eiga sér stað í berghlaupamössunum í Almenningum með því að beita mismunandi aðferðum fjarkönnunar. Einnig verður leitast við að greina umfang sjávarrofs í frambrún berghlaupanna.

Útbúið verður nákvæmt DEM líkan af öllu svæðinu og eins nákvæm DEM líkön af völdum svæðum í kringum vegstæðið í Tjarnardala- og Hraunaberghlaupunum þar sem umfang og hraði hreyfinga er hvað mestur.

Markmið verkefnisins er útbúa nákvæmt landmótunarkort sem sýnir eðli og hraða hreyfinga í berghlaupunum í Almenningum, allt frá árinu 1945 til dagsins í dag. , með það að markmiði að .  á undanförnum árum og áratugum sem gæti varpað nánari ljósi á orsökum þeirra hreyfinga sem eru að eiga sér stað við vegstæði Siglufjarðarvegar.

 

Þær rannsóknaspurningar sem setta eru fram eru:

1.     Hvert er eðli, hraði og umfang hreyfinga á berghlaupunum í Almenningum, frá frambrún upp að brotsári þeirra?

2.     Getur greining á mismunandi hreyfingar innan berghlaupanna sagt okkur til um eðli hreyfinga þeirra?

3.     Er hraði hreyfinga í berghlaupunum mismunandi eftir því hvort undangröftur sjávar gætir við eða ekki?

4.     Hversu mikið hefur rofist af frambrúnum berghlaupanna frá árinu 1945 til dagsins í dag?