Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Jarðskrið á Siglufjaðarvegi vöktun með úrkomumælingum og úrkomuspám

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Um nokkurra ára skeið hefur verið hugað að því hvernig bæta megi vöktun á veðri á þeim hluta Siglufjarðarvegar þar sem hættast er við jarðskriði/jarðfalli. Miklar og ákafar rigningar og/eða snöggar hitabreytingar eru taldar eiga þátt í skriðuföllum og lögð er til aukin vöktun með gerð sérstaks mælaborðs Almenninga sem taki með af úrkomumælingum og úrkomuspám í og við Almenninga. Með slíkri vöktun er unnt að “flagga” mikilli úrkomu eða -ákefð í þeim tilgangi að auka viðbúnað og öryggi vegfarenda.

Tilgangur og markmið:

 

Siglufjaðarvegur um Almenninga hefur verið á skriði allt frá því hann var lagður fyrir meira en 50 árum. Lengi hafa menn gert sér gein fyrir þeirri hættu sem hreyfing vegarins hefur í för með sér.  Jafnvel er talin hætta á hruni vegstæðisins, einkum á milli Kóngsnefs og Almenningsnafar og einnig við Skarðsveg. Mikilvægt er að búnaður sé til staðar til að vara vegfarendur við slíkum atburði. Almennt er talið að skemmdir á veginum þar sem skriðið er greinilegast geti ógnað öryggi vegfarenda þar sem óvæntar ójöfnur á vegi geta ávallt verið varasamar. Með rannsóknarverkefninu er ætlunin að bæta þekkingu og upplýsingagjöf með þrennum hætti:

1. Síritandi úrkomumæli verði komið upp við veðurstöðina Siglufjarðarvegur (nr.3375).

2. Keyrð verði á 6 klst fresti háupplausnarveðurspá fyrir úrkomu, hita og vind á utanverðum Tröllaskaga.

3. Á grundvelli þeirra upplýsinga verði útbúið upplýsingaborð Almenninga, nokkurskonar mælaborð með mælingum og spám.

Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf til vegfarenda þar sem skilyrði mikillar rigningar eða hitabreytinga verði flögguð.