Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Tæring málma í andrúmslofti á Íslandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Rannsókn á tæringu málma í andrúmslofti á Íslandi hófst árið 1999 og átti að standa í 10 ár. Verkefnið var samvinnuverkefni Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og fleiri áhugasamra aðila með styrk frá Rannís og fleirum m.a. frá Vegagerðinni. Sett voru upp tæringarsýni á 15 stöðum allt í kringum landið og á hálendinu. Sýni voru tekin niður eftir 1, 3 og 5 ár en ekki tókst að ljúka verkefninu. Í þessu verkefni er áætlað að ljúka rannsókninni og birta lokaniðurstöður um tæringu málma á landinu.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að ljúka rannsókn á tæringu málma í andrúmslofti á Íslandi sem hófst árið 1999. Þá liggja loks fyrir áreiðanlegar heimildir um tæringu- og veðrunarþol nokkurra málma við íslenskar aðstæður. Verkefnið er mikilvægt vegna notkunar stáls í brúargerð.