Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Öryggissvæði í þéttbýli

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Öryggissvæði, eru meðfram vegum og innan þeirra eiga ekki að vera hættulegar hindranir eins og tré sem geta valdið alvarlegum áverkum ef ekið er á þau á. Í núverandi Veghönnunarreglum Vegagerðarinnar er hins vegar ekki gerður greinamunur á öryggissvæði vegar í þéttbýli og dreifbýli. Tilgangur verkefnisins er að skoða hvaða reglur og leiðbeiningar eru í gildi í öðrum leiðbeiningum um öryggissvæði þéttbýli, sem og að skoða rannsóknir tengda efninu, með sérstaka áherslu á öryggi virkra vegfarenda. Slíkar rannsóknir falla vel að hlutverki Vegagerðarinnar um að stuðla að öruggum samgöngum.  

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að skoða öryggissvæði vega í þéttbýli. Velt verður upp spurningum hvaða reglur gilda í erlendum handbókum og skoðaðar rannsóknir þar sem öryggissvæði vega hefur verið skoðað í þéttbýli, og þá með sérstaka áherslu á öryggi, heilsu og gönguvænleika „walkability“ virkra vegfarenda.  
Markmiðið með verkefninu er að meta hver er æskileg breidd öryggissvæða í þéttbýli og þá eftir mismunandi gerð gatna, umferðarþunga og hraða.